news

Afhending Grænfánans 2020

24. 06. 2020

Föstudaginn 19. júní 2020 fékk Ársól að flagga Grænfánanum í þriðja sinn. Dagurinn var fagur og góður og hentaði vel til hátíðarhalda. Margrét og Sigurlaug frá Landvernd komu til okkar fyrr í vor til að gera úttekt og í tilefni af góðu starfi í Ársól var skólanum afhentur Grænfáninn í þriðja sinn frá upphafi. Börnin og starfsfólk tók þátt í athöfninni ásamt foreldrum sem sáu sér fært að mæta. Að lokum athafnar voru heilsusamlegar veitingar í boði skólans.

© 2016 - Karellen