news

Dagur leikskólans

06. 02. 2019

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert og tilgangur dagsins er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennarans. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Í Ársól héldum við upp á daginn með því að hafa flæði á milli kl. 9 og 10. Þá var opið á milli allra deilda og íþróttasalarins og börnin fengu að flakka á milli og leika sér þar sem þau vildu.

Þetta lukkaðist aldeilis vel, börnin léku sér meðal annars á kubbasvæðinu, í frjálsum leik inn í hreyfisal og gerðu sameiginlegt listaverk.

© 2016 - Karellen