news

Nýr skólastjóri í Ársól

31. 03. 2021

Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Ársól frá 1. júlí n.k. Berglind R. Grétarsdóttir sem hefur stýrt skólanum frá opnun hans í desember 2008 er tekin við sem skólastjóri í Heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi.

Ragnheiður var áður skólastjóri í Heilsuleikskólanum Hamravöllum sem Skólar ehf. ráku í Hafnarfirði svo hún þekkir fyrirtækið og Heilsustefnuna vel. Ragnheiður mun koma sér inn í starfið á næstu mánuðum og mun Árný Sif aðstoðarskólastjóri vera hennar staðgengill.

Við bjóðum Ragnheiði velkomna til starfa og um leið þökkum Berglindi fyrir gott samstarf og óskum henni góðs gengis í Heilsuleikskólanum Kór.

© 2016 - Karellen