Skilvísir foreldrar detta í lukkupottinn

12. 04. 2019

Í dag var dregið úr nöfnum skilvísra foreldra í dvalargjaldahappdrættinu og var það Vilhjálmur Snær sem aðstoðaði Árnýju aðstoðarleikskólastjóra við útdráttinn. Það voru foreldrar Karítasar Lilju á Sólheimum sem voru dregin út að þessu sinni og fá þau maí mánuð gjaldfrjálsan. Við viljum óska Karítas Lilju og fjölskyldu innilega til hamingju með þennan frábæra sumarglaðning.

© 2016 - Karellen