Leikskólaumsóknir og innritun

29. 11. 2016

ATHUGIÐ - EKKI ER TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM FYRIR ÓFÆDD BÖRN. Börnin þurfa að vera fædd og komin með kennitölu til að umsókn sé tekin gild.
Þegar sótt er um leikskólapláss í Ársól er það gert hér á heimasíðunni undir flipanum "Leikskólaumsókn". Umsóknin berst rafrænt til skólastjóra. Við úthlutun plássa er horft til dagsetningu umsóknar, þ.e. hversu fljótt er sótt um leikskólapláss eftir að barn fæðist. Umsóknir um forgang barna fer í gegnum Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Úthlutun plássa fer fram á vorin eða þegar pláss losnar vegna flutninga hjá barni og það er ekki hægt að sjá hvar barn er statt á biðlistanum fyrr en í fyrsta lagi á tímabilinu janúar-apríl ár hvert. Ef foreldrar vilja athuga hvar barnið þeirra er statt á biðlistanum, vinsamlegast sendið póst á arsol@skolar.is frekar en að hringja í leikskólann. Lokað er fyrir umsóknir 1.apríl ár hvert til úthlutunar haustið á eftir sem þýðir að eftir 1. apríl 2017 er ekki tekið á móti fleiri umsóknum fyrir börn sem eru fædd árið 2016.

© 2016 - Karellen