Grænfáni

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Ársól lagði inn umsókn til Landverndar um þátttöku í Grænfánaverkefninu í október 2010 og varð þá 189. skólinn á Íslandi til að komast á græna grein. Ársól valdi að vinna með þemun úrgang og lýðheilsa fyrir þessa fyrstu umsókn um Grænfána og við fengum fyrsta Grænfánann afhendan 25. september 2015.

Umhverfissáttmáli

Eitt af skrefunum sjö er umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli umhverfismarkmiðum skólans. Umhverfissáttmáli Ársólar er eftirfarandi:

Ungbarnaleikskólinn Ársól leggur áherslu á að börnin fái að kynnast náttúrunni sinni og upplifa og njóta hennar á eigin forsendum. Við förum vel með náttúruauðlindirnar, spörum orku, flokkum úrgang og endurnýtum það sem er hægt. Við leggjum áherslu á að börnin noti efnivið úr náttúrunni og læri að endurnýtum efni til sköpunar. Við viljum hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið og vera góð fyrirmynd í umhverfismálum.

Nánari upplýsingar um Grænfánann og Skóla á grænni grein má finna á vefsíðu Landverndar.

© 2016 - Karellen