Mikilvægt er að börnin mæti í þægilegum fatnaði sem heftir ekki hreyfigetu þeirra. Í leikskólanum eru þau mikið á hreyfingu og eins fá þau tækifæri til þess að nota ýmisskonar efnivið eins og málningu, liti, leir o.fl. sem getur farið í fötin. Því er mikilvægt að vera í fötum sem mega verða skítug svo þau geti tekið þátt í öllu leikskólastarfinu. Einnig er nauðsynlegt að börnin hafi aukaföt með sér í leikskólann.
Það sem þarf að vera til staðar í leikskólanum:Í kassanum inni á deild:
- 3 samfellur
- 2 sokkabuxur
- Sokkar
- Langermabolur
- Síðbuxur
- Inniskór
- Snuð
Til útiveru:
- Þunn húfa/buff
- Regnföt
- Kuldagalli
- Tvenn pör af vettlingum
- Ullarsokkar
- Þykk húfa
- Skór eða stígvél