Mikilvægt er að börnin mæti í þægilegum fatnaði sem heftir ekki hreyfigetu þeirra. Í leikskólanum eru þau mikið á hreyfingu og eins fá þau tækifæri til þess að nota ýmisskonar efnivið eins og málningu, liti, leir o.fl. sem getur farið í fötin. Því er mikilvægt að vera í fötum sem mega verða skítug svo þau geti tekið þátt í öllu leikskólastarfinu. Einnig er nauðsynlegt að börnin hafi aukaföt með sér í leikskólann. Leikskólinn ber ekki ábyrgð ef fatnaður skemmist vegna þess starfs sem fer fram innan veggja leikskólans.

Það sem þarf að vera til staðar í leikskólanum:

Í kassanum inni á deild:

 • 2-3 samfellur
 • 2-3 sokkabuxur
 • Sokkar ef ekki sokkabuxur
 • 2-3 léttar síðerma peysur
 • 2-3 buxur
 • Inniskór
 • Merkt snuð

Til útiveru:

 • Þunn húfa/buff
 • Regnföt
 • Kuldagalli
 • Tvenn pör af vettlingum
 • Ullarsokkar
 • Þykk húfa
 • Skór eða stígvél - en regnheldir og hlýir kuldasokkar ef börnin eru ekki enn farin að ganga. Harðbotna skór geta heft hreyfigetu barna sem eru enn í skriði og því alls ekki æskilegt að þau séu útbúin slíkum skóbúnaði.

Til svefns:

 • Góður galli eða peysu/buxna sett, æskilegast úr ull
 • Hlýir ullarvettlingar
 • Hlýir ullarsokkar
 • Góð húfa, æskilegast úr ull. Vegna öryggissjónarmiða er æskilegast að börnin séu með lambúshettu en ekki húfur með böndum.
 • Góður vagnapoki eða annað sambærilegt. Yfir vetrartímann getur verið gott að einangra betur undir barnið með ullarteppi og jafnvel að hafa hlýtt aukateppi ef barnið er kulsækið.
 • Í vögnum/kerrum skal vera rétt stillt beisli, flugnanet og regnplast. Við ítrekum að teppi ættu aldrei að vera notuð í stað flugnanets.
 • *Börn sem sofa inni skulu hafa meðferðis gott teppi. Notkun kodda er ekki æskileg fyrr en upp úr 1 árs aldri.
© 2016 - Karellen