Veikindi barns
Mikilvægt er að barnið hafi náð fullum bata áður en það kemur aftur í leikskólann.
Magapest: Ef barnið er með uppköst og/eða niðurgang verður það að vera heima í 2 sólarhringa frá síðustu einkennum, samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis og embætti landlæknis.
Hiti: Barnið þarf að vera hitalaust í sólarhring áður en það kemur aftur í leikskólann.
Augnsýking: Barnið þarf að vera heima í sólarhring frá fyrsta lyfjaskammti við augnsýkingunni.
Ekki er veitt undanþága frá þessum reglum.


Innivera eftir veikindi

Best er að barnið hafi náð fullum bata eftir veikindi svo það geti tekið fullan þátt í starfi skólans. Við tökum ekki á móti börnum sem þurfa að vera inni vegna þess að þau eru alveg að verða veik. Börn eru smitberar á þeim tíma og geta því smitað önnur börn. Læknar hafa staðfest að börn verða ekki veik af því að vera úti í fersku lofti og að börnum með kvef verður ekki meint af því. En eftir veikindi er þó hægt að verða við því að barn fái að fara seinast út og fyrst inn eftir útiveru.

Hér er ágætist tengill á síðu með yfirliti yfir helstu smitsjúkdóma barna http://www.hsn.is/static/files/Skr/yfirlit-yfir-he...

Lyfjagjöf í leikskólanum

Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema ef um er að ræða astma-, ofnæmis– og ofvirknilyf í leikskólum og þá eftir skriflegum fyrirmælum frá lækni. Lyfin eru geymd á öruggum stað. Ekki er hægt að verða við því að gefa sýklalyf, né lyf af öðrum toga, í leikskólanum. Reglur þessar eru settar til að stuðla að öryggi barna í leikskóla. Reglur þessar eru settar til að stuðla að öryggi barna í leikskóla. Samkvæmt þessu megum við ekki gefa börnum önnur lyf en fyrr greinir og biðjum við foreldra að virða það.

Börn að sækja börn
Börnum undir 12 ára aldri er ekki heimilt að sækja börn í leikskólann. Biðjum við foreldra um að virða þessa reglu. Einnig biðjum við ykkur um að láta vita samdægurs hvert skipti ef einhver annar en foreldri sækir barnið í leikskólann. Slíkri tilkynningu þarf að koma áleiðis skriflegt í gegnum Karellen með nafni einstaklingsins sem sækir og tengslum við barnið.

Afmæli

Haldið er upp á afmæli barnanna í skólanum með því að börnin búa til sína eigin kórónu, afmælissöngurinn er sunginn í samverustund fyrir barnið, það/þau velja sér afmælisdisk sem þau nota í hádegismat og nónhressingu. Veitingar að heiman eru ekki leyfðar.

Leikföng að heiman
Ekki er æskilegt að börnin komi með leikföng að heiman. Það er þó sjálfsagt að þau komi með bangsa eða tuskudýr sem veitir þeim öryggi í aðlögunarferlinu. Einnig má koma með geisladiska eða bækur að heiman sem öll börnin geta notið góðs af. Við getum þó ekki tekið ábyrgð á því ef þessir hlutir skemmast eða týnast hjá okkur.

Dvalargjöldin
Gjöldin eru greidd fyrirfram, greitt er fyrir einn mánuð í senn og gjald lækkar ekki þó barn sé fjarverandi. Skuldi foreldrar tvo mánuði er barninu sagt upp leikskólarýminu.
Gagnkvæmur uppsagnafrestur er einn mánuður og miðast við 1. of 15. hvers mánaðar. Hægt er að sækja um breytingar á vistunartímum, sem og segja upp leikskólaplássi, hjá deildarstjórum, sem skólastjórinn svo samþykkir. Þarf að vera búið að sækja um breytingar á vistunartíma barna fyrir 15.hvers mánaðar svo að breytingin taki gildi næstu mánaðarmót.

Aukagjald er innheimt þegar barn er sótt of seint eða kemur of snemma þ.e. 200kr frir hvern byrjaðan stundarfjórðung en 400kr ef kennarar hafa ekki verið látnir vita af seinkuninni. Ef barn er sótt eftir lokun skóla greiðist 1600kr aukagjald fyrir hvern byrjaðan stundarfjórðung.


© 2016 - Karellen