news

Umsóknarkerfið og nýfædd börn

06. 02. 2019

Frá því í maí 2018 tekur það lengri tíma fyrir Karellen kerfið að fá kennitölur nýfæddra barna sendar frá Þjóðskrá og fara því umsóknir um leikskólavist þeirra barna ekki í gegn. Viljum við biðjast velvirðingar á þessum óþægindum og ef þetta kemur fyrir hjá ykkur er hægt að setja kennitölu foreldris í stað kennitölu barns en þá er mikilvægt að hafa kennitölu barnsins með í umsókninni t.d. í reit fyrir systkini í skóla. Einnig er hægt að taka skjáskot af umsókninni og senda tölvupóst á arsol@skolar.is og láta vita að þið hafið reynt að sækja um leikskólavist. ATHUGIÐ! Foreldrar/aðstandendur þurfa þó alltaf að klára umsóknarferlið, við gerum það ekki fyrir ykkur.

© 2016 - Karellen