Sótt er um leikskóladvöl á heimasíðu Ársólar

Sérstök athygli er vakin á því að leikskólinn innritar eingöngu börn sem eru með skráð lögheimili og fasta búsetu í Reykjavík.

Athugið! að það getur tekið nokkra daga frá fæðingu barnsins þangað til kennitala þess er virk í kerfinu hjá okkur. Hægt er að komast hjá þessum hnökrum með því að sækja um í gegnum kennitölu foreldris og setja þá kennitölu barns með í umsókninni, t.d. í reit fyrir systkini í skóla. Ekki er tekið á móti umsóknum fyrir fæðingu barns og eru slíkar umsóknir ógildar án fyrirvara.

Leikskólaumsókn

Við innritun í leikskólann er tekið mið af hvenær umsókn barns skilar sér í innra kerfi leikskólans og því næst eftir aldri. Röðun á biðlista fer þar af leiðandi eftir aldri barns í dögum talið þegar umsókn berst og því næst eftir aldri barns í mánuðum.

Ekki er veittur forgangur vegna systkina en tekið er tillit til forgangs sem barni hefur verið veittur hjá Reykjavíkurborg.


Foreldrar hafa 5 daga umhugsunarfrest frá því að boð um leikskóladvöl er send með tölvupósti, ef foreldrar svara ekki póstinum innan þess tíma er talið sem svo að foreldri hafni plássinu.


Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta og fimmtánda hvers mánaðar. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl og skuldin send í lögfræðiinnheimtu. Óski foreldrar að greiða inná eða semja um skuld sína skal þeim bent á rekstraraðila.

© 2016 - Karellen