Flest börnin sofa í vögnum. Foreldrar sjá um að koma með vagnana á mánudagsmorgnum og taka þá aftur heim á föstudögum. Á virkum dögum er leyfilegt að skilja þá eftir í Ársól og þá eru þeir geymdir inni í sal og á miðsvæði yfir nóttina. Um helgar er mikilvægt að þessi svæði séu þrifinn vel og þá eru allir vagnar sendir heim. Um helgar er vagninn á ábyrgð foreldra og er því ekki tekin inn í leikskólann í lok dags. Foreldrar bera einnig ábyrgð á því að vagninn sé rétt settur saman og að beisli, flugnanet og regnplast sé til staðar.

Þau börn sem sofa inni á dýnu koma með sitt eigið teppi og kodda á mánudagsmorgnum. Annan hvern föstudag eru teppin send heim til þess að hægt sé að þrífa þau.

© 2016 - Karellen