Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum (Heimasíða Grænfánans/Landvernd). Þeir leikskólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö en þau má sjá á heimasíðu landverndar (Skrefin sjö). Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning endurnýjast ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Ársól flaggaði í fyrsta sinn Grænfána 25. september 2015, í annað skipti 19. febrúar 2018 og þriðja skipti 19.júní 2020.

Leikskólinn hefur nú þegar unnið með þemun Neysla og úrgangur, Orka, Lýðheilsa, Lífbreytileiki og Vatn.

Markmið skólans 2020-2024 er að vinna með Lýðheilsu og Náttúruvernd með því að:

  • Að börnin fari í styttri og lengri vettvangsferðir um nærumhverfi leikskólans.
  • Börnin fái að rækta eigin plöntur úr fræjum sem fást úr matvælum sem neytt eru í leikskólanum.
  • Taka landskika í vernd, en áætlað er að vinna upp gamlan illa hirtan gróðurreit á bak við leikskólann
  • Að leikskólinn klári að útbúa tannverndarstefnu og stuðli að fræðslu foreldra um mikilvægi tannheilsu barna
  • Að börnin fræðist um mikilvægi tannheilsu á skemmtilegan hátt
  • Að börnin læri um Blæ (Vináttuverkefni Barnaheilla) og hann sé notaður til að efla tilfinningaþroska og félagsfærni barnanna í leikskólanum á fjölbreyttan hátt
  • Uppfæra upplýsingar um Grænfánann á heimasíðu leikskólans
  • Uppfæra upplýsingar Grænfánavegg (Grænsól) fyrir framan hreyfisalinn

Ársól hefur einnig í tengslum við Grænfána-verkefnið haldið Umhverfisviku, u.þ.b fyrstu vikuna í maí ár hvert, og er hún í hávegum höfð.

Umhverfissáttmáli Ársólar

Ungbarnaleikskólinn Ársól leggur áherslu á að börnin fái að kynnast náttúrunni sinni og upplifa og njóta hennar á eigin forsendum. Við förum vel með náttúruauðlindirnar, spörum orku, flokkum úrgang og endurnýtum það sem er hægt. Við leggjum áherslu á að börnin noti efnivið úr náttúrunni og læri að endurnýta efni til sköpunar. Við viljum hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið og vera góð fyrirmynd í umhverfismálum.


© 2016 - Karellen