Áætlun fyrir aðlögun í Ársól:

Dagur 1:

Barnið kemur kl. 9:00 og fer heim þegar söngstund lýkur. Foreldri er með allan tímann og tekur þátt í öllu starfi leikskólans í góðri samvinnu við starfsfólk.

Þann tíma sem foreldrar eru með börnunum sínum í leikskólanum sinna þeir sínu barni og eru virkir þátttakendur í starfi leikskólans. Mikilvægt er að starfsfólk fái einnig tækifæri á að kynnast börnunum á þessum tíma meðan foreldrar eru á staðnum.

Dagur 2:

Barnið kemur klukkan 8:30, fær morgunmat og er fram yfir hádegismatinn. Foreldri er inn á deild til ca. kl.10 skreppur á kaffistofuna eða úr húsi í ca. 20-30 mín og kemur til baka og er með barninu í hádegismat og svo heim í hvíld.

Dagur 3:

Barnið kemur kl.8:30 og er fram yfir hvíld. Foreldri er með barninu til kl.10 fer á kaffistofuna eða úr húsi í ca. 30-40 mín kemur svo og aðstoðar í hádegismat. Ef barnið sefur inni fer barnið í hvíld með starfsmanni og foreldri bíður á kaffistofu starfsmanna þangað til barnið sofnar. Ef barnið sefur í vagni sér foreldri um að setja það út að sofa. Eftir að barnið er sofnað skreppur foreldrið frá og starfsfólk hringir þegar barnið vaknar.

Dagur 4:

Barnið má koma á umsömdum vistunartíma eða fyrir kl. 9 og er fram yfir nónhressingu kl.15:00. Barnið er eitt í leikskólanum þangað til það vaknar eftir hádegislúrinn en foreldri kemur aftur í síðasta lagi kl 14 og er með í nónhressingu. Mikilvægt að kveðjustundin um morguninn milli foreldris og barns sé stutt.

Dagur 5: Fyrsti dagur án foreldris

Er sá sami og dagur 4 en sækja þarf barnið í síðasta lagi kl. 15:00 (ef vistunartími barnsins er svo lengi). Deildarstjórar meta hvort að viðvera barnsins í leikskólanum þurfi að vera styttri en áætlunin gerir ráð fyrir, það fer alfarið eftir því hvernig gengur hjá barninu að vera án foreldris.

Dagur 6:

Er sá sami og dagarnir á undan en sækja þarf barnið í síðasta lagi kl.15:00 (ef vistunartími barnins er svo lengi).

Þetta er einungis áætlun um það hvernig aðlögunin fer fram. Það er mjög mikilvægt að aðlögunin fari fram eftir þörfum barnsins og því gætu tímasetningar breyst.

Aðrar mikilvægar upplýsingar:

  • Vinsamlegast takmarkið símanotkun á meðan á aðlögun stendur.
  • Mikilvægt er að minna á trúnað og þagnarskyldu þar sem ljóst er að með viðveru í leikskólanum fá foreldrar óbeinar upplýsingar um önnur börn.
  • Mikilvægt að hægt sé að ná í foreldri í síma á meðan á aðlögunartímabili stendur.
© 2016 - Karellen