Skólar ehf., einkarekið fyrirtæki í skólarekstri er rekstraraðili Ungbarnaleikskólans Ársólar og er með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Fyrirtækið Skólar ehf. var stofnað árið 2000 af feðgunum Guðmundi Péturssyni og Pétri R. Guðmundssyni, hóf rekstur leikskóla árið 2001 og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á heilsueflandi skólastarf undir einkunnarorðunum "heilbrigð sál í hraustum líkama".

Í dag rekur fyrirtækið 5 leikskóla sem allir starfa samkvæmt Heilsustefnunni og eru Skólar stærsti einstaki rekstraraðilinn innan Samtaka heilsuleikskóla. Auk þess er fyrirtækið einn af stofnaðilum Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK). Skólar reka:

Heilsuleikskólann Krók í Grindavík
Heilsuleikskólann Kór í Kópavogi
Heilsuleikskólann Urriðaból í Garðabæ
Heilsuleikskólann Skógarás í Reykjanesbæ
Ungbarnaleikskólann Ársól í Reykjavík

Markmið Skóla ehf. eru að:

  • Stuðla að heilbrigði og auknum lífsgæðum nemenda til frambúðar
  • Skapa aðstæður og umhverfi sem hvetja nemendur til heilsusamlegra ákvarðana
  • Vera í fararbroddi þegar kemur að heilsueflingu og auka veg hennar í skólastarfi
  • Fjölga heilsuskólum á leik- og grunnskólastigi í náinni framtíð.


Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Guðmundur Pétursson og rekstrarstjóri er Kristín Margrét Baranowski.

Aðalskrifstofur Skóla ehf eru á Ásbrú, að Flugvallabraut 752 í Reykjanesbæ.

© 2016 - Karellen