news

Merkja allan fatnað

19. 09. 2017

Besta leiðin til að halda fötum og skóm til haga er að merkja fatnaðinn vel. Það eru 54 börn í Ársól og ógerlegt fyrir starfsfólkið að vita alltaf hver á hvaða húfu, vettlinga, stígvél o.s.frv. Til að merkja föt og skó er hægt að kaupa merkimiða sem eru límdir, saumaðir eða smelltir í fötin. Skófatnað er hægt að merkja með állímmiðum eða t.d. fatatúss. Stundum geta föt óvart ratað í vitlaus hólf svo ef foreldrar finna ekki eitthvað þá er um að gera að líta í kringum sig. Allur óskilafatnaður er hengdur á snúrur í fataherbergjunum á deildunum.

© 2016 - Karellen